Innritun í dreifnám vorönn 2025
Byrjar: 01/11/2024
Endar: 30/11/2024
Nám með vinnu (dreifnám)
Boðið er upp á dreifnám á félagsvirkni- og uppeldissviði og málm- og véltæknibrautum. Það nám er hugsað fyrir þá sem eiga þess ekki kost að stunda hefðbundið nám í dagskóla og er því hægt samhliða námi í dreifnámi að stunda vinnu.
Félagsvirkni- og uppeldissvið
Búið er að opna fyrir umsóknir um nám á félagsvirkni- og uppeldissviði fyrir vorönn 2025.
Sótt er um námið á rafrænu umsóknareyðublaði.
Umsóknarfrestur er til 10. desember 2024.
Nánari upplýsingar gefur Marín Björk Jónasdóttir, sviðsstjóri, marin.jonasdottir@borgo.is
Málm- og véltæknisvið
Innritun fer fram í gegnum umsóknarvef Innu.
Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2024.
Nánari upplýsingar veitir Haraldur Gylfason deildarstjóri, haraldur.gylfason@borgo.is