Íþróttaakademía
Borgarholtsskóli býður upp á íþróttaakademíu fyrir alla nemendur sem stunda skipulagðar keppnisíþróttir undir handleiðslu þjálfara. Námið er að mestu verklegt þar sem boðið er upp á sérstakar tækniæfingar í völdum íþróttagreinum þar sem fjöldi og aðstæður leyfa (fótbolti, handbolti, golf og íshokkí svo dæmi séu tekin). Nemendur úr öðrum íþróttagreinum fá líkamlegar styrk- og þolæfingar ásamt sérstaklega smíðuðum verkefnum og utanumhald. Í íþróttaakademíunni fer einnig fram skipulögð bókleg kennsla þar sem farið er í grunnstoðir árangurs í íþróttum; líkamlega og sálfræna þjálfun, svefn og næringu ásamt félagslegum þáttum.
Kennsla fer öll fram innan skóladagsins við frábærar aðstæður í Egilshöll (verklegt) og Borgarholtsskóla (bóklegt). Nemendum bjóðast tækifæri til að vinna margvísleg hagnýt verkefni sem nýtast þeim sem nemendum jafnt sem íþróttinni sem þeir stunda. Markmið íþróttaakademíu er að bjóða upp á nám sem styður við þarfir íþróttafólks á framhaldsskólastigi. Í því felst æfingar á skólatíma, sveigjanleika til ástundunar keppni og æfinga með félagsliði og landsliðum, faglegan stuðning og þjónustu við nemendur.
Instagram síða íþróttaakademíu
Efnisgjald
Efnisgjald fyrir íþróttaakademíu er innheimt sérstaklega til viðbótar við önnur skólagjöld og er það kr. 40.000 fyrir önn. Innifalið í efnisgjaldinu er:
- Fatnaður: Á hverju ári fá allir nemendur merktan fatnað og nýnemar fá íþróttatösku.
- Tryggingar: Borgarholtsskóli er með samstarfssamning við TM tryggingar hf fyrir nemendur í íþróttaakademíu.
Vátryggingarskírteini frá TM
- Ferðir: Á hverju hausti fara nemendur í íþróttaakademíu í ferðir til að til að kynnast betur og skemmta sér saman. Nám í íþróttaakademíu tekur þrjú ár og eru ferðalögin skipulögð þannig að árgangarnir séu saman.
- Meðferð við meiðslum: Við alvarlegum meiðslum er eftirfarandi viðbragðsferli:
– Boðið upp á viðtal við íþróttasálfræðing um markmiðssetningu og viðbrögð.
– Boðið upp á ráðgjöf varðandi næringu.
– Boðið upp á tengingu við færa sjúkraþjálfara.
Umsókn
Nemendur sækja um skólavist á bóknámsbraut rafrænt í gegnum Menntagátt (vefur Menntamálastofnunar). Einnig þarf að sækja sérstaklega um á umsóknareyðublaði fyrir íþróttaakademíu fyrir auglýstan frest hverju sinni.
Allar nánari upplýsingar veitir:
Inga Lára Þórisdóttir
Deildarstjóri iþróttamála
Tölvupóstur: inga.thorisdottir@borgo.is
Eyðublöð sem tengjast Íþróttaakademíu.
Uppfært: 20/09/2024