08/05/2024 | Ritstjórn
Útskriftarsýning nemenda í grafískri hönnun
Nemendur fengu rós að gjöf frá skólanum
Þriðjudaginn 7. maí var opnuð útskriftarsýning nemenda í grafískri hönnun í Borgarbókasafni menningarhúsi í Spönginni. Þar voru sýnd fjölbreytt og vönduð verkefni nemenda sem þau hafa unnið í námi sínu í Borgarholtsskóla. Einnig voru til sýnis portfolio möppur nemenda þar sem er yfirlit yfir verk þeirra.
Verkefnin hafa nemendur unnið undir styrkri stjórn kennara í grafískri hönnun, Kristínar Maríu Ingimarsdóttur, Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur og Ragnhildar Ragnarsdóttur. Þær eiga mikið lof skilið fyrir vinnu sína með nemendum.
Nemendum og kennurum er óskað innilega til hamingju með glæsilega sýningu. Sýningin stendur til 23. maí og eru öll hvött til þess að leggja leið sína á bókasafnið og virða fyrir sér afraksturinn.
Myndagallerí
Kristín María, Kristín Þóra og Ragnhildur fengu einnig blóm að gjöf frá skólanum og Kristín María þakkaði nemendum fyrir samstarfið
Ársæll Guðmundsson skólameistari ávarpaði samkomuna
Guðný María sviðsstjóri listnáms þakkaði gestum komuna og hrósaði nemendum og kennurum fyrir sýninguna
Ora Sigurs Arnars
Víglundur Kári Víglundsson
Una Theodór Braga
Hugrún Vigdís Viktor Hákonar
Alexandra Ýr Harðardóttir
Elsa Lóa McLemore
Sólveig Björnsdóttir
Snærún Ynja Hallgrímsdóttir Smith
Hulda Ólafía Sigurðardóttir
Baldur Þór Kolbeinsson
Óskar Bjarmi Magnússon
Guðmundur Högni Hannesson