06/05/2024 | Ritstjórn
Úrslit Ungra frumkvöðla
Unnur ásamt Fókus
Nemendur Borgarholtsskóla kepptu nýverið í fyrirtækjasmiðju Ungra Frumkvöðla. Þar gefst nemendum tækifæri að skapa sín fyrirtæki byggð á áhuga þeirra, með hliðsjón af heimsmarkmiðum SÞ en þetta verkefni er unnið undir stjórn Unnar Gísladóttur kennara. Þetta vormisseri tóku tíu fyrirtæki þátt fyrir hönd skólans og tvö þeirra komust í úrslit.
Um 120 fyrirtæki kepptu frá fjölmörgum framhaldsskólum landsins og fóru þrjátíu þeirra í úrslit. Frá Borgó voru það fyrirtækin Máltak og Fókus sem komust áfram. Bæði fyrirtækin voru með samfélagslega nýsköpun og íslenskt mál og málvitund að leiðarljósi. Máltak er hugsað sem app til að kynnast íslenskum orðatiltækjum og slangurorðum. Fókus er fyrirtæki sem framleiðir samstæðuspil þar sem börn eru hvött áfram gegnum leik til að para saman íslensk orð við annað hvort pólsk eða úkraínsk orð.
Nemendum og Unni er óskað kærlega til hamingju með árangurinn á önninni og er Borgarholtsskóli heppinn að eiga svo flotta fulltrúa skólans í keppninni.
Myndagallerí
Fulltrúar Máltak
Fulltrúar Fókus