Líf í borgarholtsskóla

15/08/2024 | Ritstjórn

Upphaf haustannar

Nú líður að upphafi haustannar en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá hjá nemendum í dagsskóla þriðjudaginn 20. ágúst. Stundatöflur og námsgagnalista er að finna á námsvefnum www.inna.is.

  • Mánudaginn 19. ágúst frá kl. 9-15 er nýnemadagur. Nýnemar eru beðnir að mæta klæddir eftir veðri.
  • Mánudaginn 19. ágúst kl. 16.30 er foreldrakynning í matsal skólans fyrir foreldra nýnema.
  • Tilvonandi útskriftarnemar sem hyggja á útskrift á þessu skólaári geta komið og fengið ráðgjöf varðandi áfangaval hjá áfangastjóra og sviðstjórum eftir hádegi mánudaginn 19. ágúst og allan þriðjudaginn 20. ágúst.
  • Kennsla í málmiðngreinum og pípulögnum í kvöldskóla hefst  þriðjudaginn 20. ágúst.
  • Fyrsta dreifnámslota annarinnar fyrir nemendur á félagsvirkni- og uppeldissviði er 23.-24. ágúst.
  • Fimmtudaginn 22. ágúst kl. 17 er kynningarfundur fyrir dreifnámsnemendur á zoom.