09/05/2025 | Ritstjórn
Tónleikar kórs Borgarholtsskóla

Kórinn syngur fyrir viðstadda
Kór Borgarholtsskóla hélt tónleika í matsal skólans þann 7. maí undir stjórn Guðbjargar Hilmarsdóttur kórstjóra. Sungin voru fjölbreytt lög en í tilefni afmælis Gunnars Þórðarssonar sem fagnar áttræðisafmæli í ár var sérstök áhersla á þær dægurlagaperlur sem hann hefur fært þjóðinni í gegn um tíðina. Guðlaug Gyða Hannesdóttir, Álfur Embla Jónsson, Emilía Rán Emilsdóttir, Særún Georgsdóttir og Anný Elísabet Jónasdóttir sungu einsöng en Anný spilaði einnig á þverflautu.
Tónleikarnir voru glæsilegir og bjart yfir syngjandi framtíð þessara nemenda. Til hamingju kór og kórstjóri.

Særún Georgsdóttir söng einsöng

Guðbjörg stýrði söngnum bak við píanóið

Fagur söngur

Anný Elísabet spilaði á þverflautu.

Álfur Embla söng einsöng

Anný Elísabet syngur einsöng

Hluti kórsins

