06/06/2023 | Ritstjórn
Þýskupróf A2
Nemendur með skírteinin sín ásamt Ástu Laufeyju, aðstoðarskólameistara og þýskukennurum skólans, Bernd og Sigurborgu.
Fyrir skömmu þreyttu fjórir nemendur alþjóðlegt þýskupróf á A2 stigi. Þetta próf er hluti af samstarfi skólans og Goethe Institut í Kaupmannahöfn. Nemendur stóðu sig með prýði en Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari afhenti þeim skírteini fyrir prófin.
Á myndinni eru þær Eyrún Ingadóttir, Greta Poskute og Jónína Halla Jónsdóttir. Fjórði nemandinn, Óttar Bergmann Ólafsson, gat því miður ekki verið viðstaddur.
Gaman er að segja frá því að Greta Poskute fékk verðlaun í hinni árlegu þýskuþraut sem er boð um þátttöku í Eurocamp í Sachsen-Anhalt, Þýskalandi.
Þeim Eyrúnu, Gretu, Jónínu og Óttari er óskað innilega til hamingju með árangurinn.