Líf í borgarholtsskóla

14/08/2024 | Ritstjórn

Fundur um stækkun Borgarholtsskóla og uppbyggingu í Grafarvogi

Magnea, Helgi, Ásmundur, Ársæll, Einar og Ásta Laufey

Magnea, Helgi, Ásmundur, Ársæll, Einar og Ásta Laufey

Í dag tóku stjórnendur Borgarholtsskóla á móti góðum gestum sem voru; Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, Helgi Grímsson, fræðslustjóri Reykjavíkur auk Hildar Georgsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustusviðs FSRE og sérfræðinga ráðuneytisins.  Góðar umræður urðu um fyrirhugaða stækkun Borgarholtsskóla, uppbyggingar í Grafarvogi, samstarf Borgarholtsskóla og grunnskólanna í Grafarvogi og skólamál almennt.