Líf í borgarholtsskóla

15/11/2024 | Ritstjórn

Dagur íslenskrar tungu

Kórinn syngur fyrir viðstadda

Kórinn syngur fyrir viðstadda

Dagur íslenskrar tungu er 16. nóvember ár hvert en það var fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Í tilefni dagsins var viðburður á vegum íslenskudeildar Borgarholtsskóla á Borgarbókasafninu í Spönginni föstudaginn 15. nóvember.

Viðburðurinn hófst með því að kór Borgarholtsskóla flutti þrjú lög undir stjórn Olgu Lilju Bjarnadóttur, söngkennara. Gunnar Theodór Eggertsson rithöfundur tók svo við og hélt fyrirlestur þar sem hann sagði frá bókunum sem hann hefur skrifað, vinnu sinni við gerð kvikmynda og tölvuleikja auk þess sem hann talaði almennt um mikilvægi þess að halda íslenkri tungu lifandi. Einnig las Gunnar Theodór stuttan kafla úr bók sinni, Vatnið brennur, sem gefin var út í fyrra. Fyrirlesturinn var bæði fræðandi og skemmtilegur auk þess sem nemendur voru mjög áhugasamir um störf Gunnars Theodórs.

Kór Borgarholtsskóla og Gunnari Theodóri er þakkað kærlega fyrir skemmtunina og fróðlegan fyrirlestur.