17/11/2023 | Ritstjórn
Dagur íslenskrar tungu
Kórinn syngur undir stjórn Olgu Lilju Bjarnadóttur
Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur um allt land þann 16. nóvember. Í Borgarholtsskóla er löng hefði fyrir því að efna til hátíðarhalda í tilefni dagsins og að þessu sinni var haldið upp á daginn með dagskrá í Borgarbókasafninu í Spöng.
Dagskráin var fjölbreytt að vanda. Kór nemenda Borgarholtsskóla söng íslensk lög undir stjórn Olgu Lilju Bjarnadóttur og Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og rithöfundur, las upp úr tveimur verka sinna, Farsótt og Hetjusögum. Þessi verk eru bæði unnin upp úr sagnfræðilegum heimildum, annars vegar um farsóttarhús og hins vegar úr sögum um ljósmæður.
Íslenskukennarar skólans sáu um skipulag hátíðarinnar og eiga þau hrós skilið. Borgarbókasafninu er þakkað kærlega fyrir hlýlegar móttökur og gott samstarf, kórnum fyrir ljúfan söng og Kristínu Svövu fyrir komuna og upplesturinn.
Myndagallerí
Kristín Svava Tómasdóttir les upp úr verkum sínum
Nemendur hlýða á