01/10/2024 | Ritstjórn
Borgarholtsskóli fær úthlutun úr loftslagssjóði ungs fólks
Edda Sóley Þórisdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Dagmar Njarðardóttir, Guðrún Elva Kristjánsdóttir, Grétar Páll Sigursteinsson og Einar Þorsteinsson í Höfða.
Nemendafélag Borgarholtsskóla fékk á dögunum styrk úr loftslagssjóði ungs fólk. Úthlutunin fór fram í Höfða og voru það Einar Þorsteinsson borgarstjóri og Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar sem afhentu styrkinn, en fjölmörg önnur verkefni hlutu styrk. Loftslagssjóður ungs fólks er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Bloomberg Philanthropies. Markmið sjóðsins er að virkja ungmenni í leit að lausnum á loftslagsvandanum og styrkja ný verkefni sem vinna gegn loftslagsvánni.
Nemendafélag Borgarholtsskóla fékk styrk fyrir aukinni fræðslu um flokkun og umhverfismál. Markmiðið er að virkja nemendur til að huga betur að flokkun úrgangs, minnka matarsóun og loftslagsáhrif.
Á myndinni eru þau Edda Sóley Þórisdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Dagmar Njarðardóttir, Guðrún Elva Kristjánsdóttir, Grétar Páll Sigursteinsson og Einar Þorsteinsson. Myndirnar eru teknar af Róberti Reynissyni og koma af Facebook síðu Reykjavíkurborgar.
Nánari upplýsingar um úthlutunina er að finna á vef Reykjavíkurborgar.
Myndagallerí
Styrkirnir voru veittir með viðhöfn í Höfða
Allir styrkþegar fyrir utan Höfða