Líf í borgarholtsskóla

11/10/2024 | Ritstjórn

Björgunarsveitarbíll frá Höfn í heimsókn

Bílnum var keyrt inn í bílaskálann

Bílnum var keyrt inn í bílaskálann

Fimmtudaginn 10. október fengu nemendur og kennarar á bíltæknibrautum heimsókn. Á ferðinni voru félagar í Björgunarfélagi Hornafjarðar sem höfðu meðferðis öflugan björgunarsveitabíl. Bíllinn er mikið breyttur Ford en hann er meðal annars á 58 tommu dekkjum. Bíllinn með öllum breytingunum er metinn á um 35 milljónir. Heimsóknin vakti mikla lukku hjá bæði nemendum og starfsfólki í bíliðngreinum og eyddu þau dágóðum tíma í að skoða gripinn.

Björgunarfélagi Hornafjarðar er þakkað innlitið. Það er alltaf gaman að brjóta upp hversdaginn með svona heimsóknum.