Líf í borgarholtsskóla

Erlent samstarf

Borgarholtsskóli leggur ríka áherslu á erlent samstarf. Nemendur og kennarar hafa tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum víðsvegar um Evrópu í gegnum alþjóðlegar menntaáætlanir eins og Erasmus+. Skólinn hefur hlotið mikilvæga vottun frá Erasmus+ og er nú aðildarskóli. Með vottuninni staðfestir Erasmus+ vandaða áætlun Borgarholtsskóla um fjölþjóðlegt samstarf sem hluta af stefnu skólans og reglulegri starfsemi. Skólinn hefur einnig verið með samstarfssamning við Goethe stofnunina um Pasch verkefnið.

Hluti af áætlun skólans er að bjóða nemendum að heimsækja skóla erlendis í styttri eða lengri námsferðir og starfsmönnum skólans býðst að fara í skólaheimsóknir og sækja námskeið erlendis. Kennarar og nemendur taka jafnframt þátt í ýmsum þátttökuverkefnum á vegum Erasmus+.

Vettvangsferðir erlendis eru einnig hluti af nokkrum sviðum og áföngum skólans.

Nemendur og starfsfólk skólans, sem hafa áhuga að taka þátt í erlendu samstarfi, eru hvött til að sækja um þátttöku hér á vef skólans.

Verkefnastjóri erlends samstarfs er Guðbjörg Hilmarsdóttir og netfang erlends samstarfs er erlent.samstarf@borgo.is.

Viðtalstímar vegna erlends samstarfs:
Þriðjudaga klukkan 12:00-14:00
Fimmtudaga klukkan 09:30-11:30

Bóka tíma hjá verkefnastjóra erlends samstarfs

 

 

 

 

 

 

Uppfært: 07/10/2024

Sjá fréttir um Erlent samstarf